Beðið var um hunda til þess að fara á svæðið þar sem border collie hundurinn Hunter týndist. Gera átti tilraun til þess að nota hunda til að lokka Hunter til leitarmanna.
Hunter var í stuttu stoppi á landinu, en verið var að flytja hann frá Bandaríkjunum til Evrópu. Í óhappi sem átti sér stað á flugvellinum slapp hundurinn úr búri sínu og komst út fyrir öryggisgirðingu flugvallarins.
Gengin var ströndin frá Stafnesi í átt að Sandgerði. Einnig var gengið meðfram flugvallargirðingunni á þeim kafla sem snýr að Hvalnesi. Skemmst er frá því að segja að ekki fannst Hunter en fram höfðu komið vísbendingar um að sést hefði til hans á þessum stöðum. Eigandi hundsins fylgdist með leitinni og kom á framfæri þakklæti til leitarfólks.
Ef fólk verður Hunter vars er það beðið að hafa samand við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420 1800.