Björgunarhundurinn Frosti heiðraður

Á sýningu Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ) síðastliðin laugardag var björgunarhundurinn Frosti heiðraður sem þjónustuhundur ársins.

Frosti og Ingimundur hafa farið saman í á annað hundrað útköll á ferlinum. Frosti hefur helgað líf sitt björgunarstörfum til að hjálpa okkur mannfólkinu og allt sem hann biður um að launum er leikur að tennisbolta. Þess má geta að Frosti er rúmlega 11 ára og er enn að sinna útköllum.

Félagar BHSÍ óska þeim félögum til hamingju með þessa viðurkenningu.


Frosti heiðurshundur