Námskeið í fyrstu hjálp í óbyggðum var haldið dagana 14. – 17. október, 22. – 24. október og 29. – 31. október í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Námskeiðið byggist á verklegum og bóklegum æfingum og telur 76 klukkustundir. Tveir félagar í BHSÍ tóku þátt að þessu sinni en það voru þær Björk Arnardóttir og Drífa Gestsdóttir. Námskeiðið var afar skemmtilegt og gagnlegt og viljum við koma á framfæri þökkum til leiðbeinanda sem og samnemenda fyrir frábæra skemmtun og gestrisni.
Myndin sem fylgir er tekin að loknu námskeiði af ánægðum skvísum eftir langt og strangt námskeið.
Myndina tók Ármann Höskuldsson