Sala neyðarkalls björgunarsveitanna hefst á morgun. Neyðarkallinn er að þessu sinni björgunarsveitarkona með björgunarhund sér við hlið. Af því tilefni tóku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, þátt í æfingu Björgunarhundasveitar Íslands og fékk einn hundur úr sveitinni það verkefni að leita að að þeim Elísu og Guðna.
Það voru þær Guðrún og Líf sem fengu það vandasama verkefni að leita að forsetahjónunum. Leystu þær verkefnið með stakri prýði og var því forseti Íslands aðeins „týndur“ í skamma stund.
Salan á neyðarkalli björgunarsveita er fjáröflun björgunarsveita landsins og fer átakið fram ár hvert um land allt. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að leggja þessu átaki lið og taka sölufólki vel.
Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið. Neyðarkallinn hefur verið seldur frá árinu 2006 en í fyrra var sölu hans frestað vegna COVID-19.
Hér eru nokkrar myndir frá þessari skemmtilegu leit.