Nokkrir vaskir félagar geta borðað allan jólamatinn án samviskubits, en þeir skelltu sér í létta gönguferð niður Reykjadalinn í dag. Keyrt var inn Ölkelduháls og labbað niður dalinn. Það var kalt í veðri og blés töluvert en fínasta veður var þegar komið var neðar í dalinn.
Björgunarmenn göntuðust með það að gaman væri að skella sér í heita lækinn enda alvöru útivistarfólk! Auðvitað vissu allir að verið væri að grínast enda færi ekki nokkur heilvita maður í lækinn í 10 stiga frosti !!!! Okkur kom því töluvert á óvart þegar við gengum fram á þrjá ástrala sem lágu í heita læknum og höfðu það svona líka notalegt 😀
Nú við stoppuðum í grenndinni og borðuðum nesti og skömmuðumst í sníkjudýrunum sem voru öll jafn hissa á að fá ekki að éta nestið hjá eigendum sínum! Nú áfram var svo haldið og gengum við svo aftur fram á erlenda ferðamenn sem voru illa búnir og orðið nokkuð kalt. Ekki vildi betur til en svo að annar göngugarpurinn dettur í lækinn og var orðið verulega kalt. Nú björgunarsveitamennirnir sem voru ekki bara með sjúkrabílinn í bakpokanum heldur líka auka föt, drifu stúlkuna í auka föt og skipuðu henni svo að ganga rösklega til að ná hita í sig. Allir komust heilir niður og þökkuðu þau kærlega fyrir „björgunina“ 🙂
Það var auðvitað tekið smá Boot Camp !
Á æfinguna mættu:
Anna Sigga og Kópur
Sólveig og Salka
Jóhanna og Morris
Drífa og Lúkas og Casey
Dóri og Skuggi
Steinar og Jökull voru sérlegir trússarar 🙂
Ég vil nota tækifærið og óska öllum félögum okkar nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári 🙂
-Fyrir hönd Suðurlandsteyma, Jóhanna 🙂