Krefjandi námskeiði við Kleifarvatn lokið

Um helgina héldum við víðavangsúttekt við Kleifarvatn. Það verður seint annað sagt en að veðuraðstæður hafi verið krefjandi um helgina, mikill vindur og úrkoma.
Við fengum nokkra stráka úr Unglingadeildinni Árný, sem starfar undir merkjum Björgunarsveitarinnar Ársæls og víluðu þeir ekki fyrir sér að fela sig í nokkra klukkutíma í slagviðrinu fyrir þá sem tóku sín próf um helgina. Það er ómetanleg hjálp fyrir okkur að fá utanaðkomandi til að tínast fyrir okkur því það þýðir að við getum einbeitt okkur enn frekar að þjálfun hundanna.
Eitt teymi stóðst A próf og telst þar með full þjálfað leitarteymi, eitt teymi tók B próf, mjög reyndur hundamaður og leiðbeinandi með ungan hund og eru þeir félagar því komnir á útkallsskrá. Tvö teymi stóðust svo C próf sem er grunn próf og staðfestir hæfni þeirra til að halda áfram þjálfun.