Leit að slösuðum ferðamanni í Ísafjarðardjúpi

Þann 11. ágúst voru björgunarsveitir á svæði 7 ásamt BHSÍ kölluð út til leitar að slösuðum, erlendum, ferðamanni í Ísafjarðardjúpi.

Maðurinn var einn á ferð, hafði snúið sig á ökkla og gat því ekki gengið. Hann var í farsímasambandi en sími hans að verða rafmagnslaus. Maðurinn var mjög óviss um staðsetningu sína og í fyrstu var leitarsvæðið stórt eða í Skötufirði, Hestfirði og á Glámu hálendinu. Þegar líða tók á leitina og frekari upplýsingar bárust, með hjálp túlks, var hægt að minnka leitarsvæðið og á endanum fundu björgunarsveitarmenn ferðamanninn í brattri hlíð í botni Skötufjarðar. Hann var aðstoðaður niður að veg þar sem honum var ekið til byggða.

Teymi sem tóku þátt í leitinni:
Ólína og Skutull
Smári og Skytta
Hörður og Skvísa

Teymi í viðbragðsstöðu:
Eyþór og Bylur
Krissi og Tása
Ingimundur og Frosti
Maurice og Stjarna