Björgunarhundasveit Íslands var kölluð til leitar í Hafnarfirði í nótt og leit hélt áfram í dag að manni sem saknað var.
Það voru 9 teymi frá Björgunarhundasveitinni sem svöruðu kallinu og héldu á vettvang. Leitin var töluvert umfangsmikil en hátt í tvö hundruð manns tóku þátt í leitinni ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn fannst svo heill á húfi síðdegis í dag.