Nýr vefur BHSÍ

Nýr vefur Björgunarhundasveitar Íslands hefur nú litið dagsins ljós. Nýi vefurinn leysir af hólmi vef sem hefur þjónað okkur í rúm 7 ár. BHSÍ hefur verið með vef allt frá árinu 2005. Á honum eru um 330 fréttir og er því mikil saga sem leynist á honum.

Nýja vefsíðan hefur ýmsa kosti fram yfir þá fyrri. Til dæmis aðlagast vefsíðurnar sjálfkrafa snjalltækjum og farsímum. Mun auðveldara er að birta myndbönd á nýja vefnum og þá er mun meiri sveigjanleiki í uppsetningu á efni á vefnum. Einnig fá myndir að njóta sín betur á honum. Vefurinn er unninn í kerfinu WordPress.