Nýtt merki BHSÍ

BHSÍ hefur nú fengið nýtt merki, en fyrra merkið hefur þjónað okkur frá stofnun sveitarinnar fyrir 40 árum.

Á nýja merkinu eru helstu breytingarnar þær að hundurinn í miðju merkinu snýr nú á hlið og skapar því fallega hliðarmynd. Einnig snýr hundurinn til hægri.

Fyrra merki BHSÍ átti sér rætur í Landssamtökum hjálparsveita skáta og hefur það því haldið karaktereinkennum sínum og sögulegum tilvísunum. Þess má geta að fyrsti útkallshundur BHSÍ var þýskur schaefer hundur sem hét Hrefna, en Hrefna er einnig kallmerki sveitarinnar.

Samkvæmt lögum okkar þarf merkið að sýna hund á grænum krossi og þarf bakgrunnur að vera gulrauður. Merkið á síðan að vea innrammað með grænum ramma. Það er því ljóst að nýja merkið stenst fyllilega lög sveitarinnar.