Snjóflóðaæfing á Ísafirði 28. febrúar 2011

Í dag fóru Hörður og Skvísa með Tóta og Jóku upp á Breiðadals- og Botnsheiði og tókum markeringsæfingu. Tóti gat ekið upp eftir á jeppanum sínum en Hörður og Skvísa komu á vélsleða.

Veðrið var mjög misjafnt, allt frá því að vera mjög blint og hvasst og upp í sól og blíðu. Teknar voru 3 æfingar á hvorn hund og síðan farið heim. Í heildina tók æfingin um þrjá og hálfan tíma með því að aka til og frá æfingastaðnum. Stefnt er á æfingu næstu helgi.