Sumarnámskeið Bitru

Síðasta sumarnámskeið sveitarinnar á þessu ári fór fram um síðustu helgi.
Bækistöðvar námskeiðsgesta voru á gistiheimilinu Bitru sem er staðsett rétt hjá Selfossi en svæðin voru öll við Hveragerði.

Að þessu sinni voru 27 teymi mætt til leiks og var þeim skipt niður á fjögur svæði. Tvö prófsvæði þar sem dómarar voru: Þórir, Ingimundur, Helgi, Bríet, Maurice, Elín og Ragga. Og einnig tvö æfingasvæði þar sem leiðbeinendur voru Maurice og Auður.

Frjáls mæting var til æfinga á föstudeginum og var námskeiðið sjálft á laugardeginum og sunnudeginum. Veðrið var heldur betur ekki til fyrirmyndar á laugardeginum en mikið slagveður var og ausandi rigning en það kom ekki í veg fyrir æfingar og próf enda ekki spurt að veðri þegar að útkalli kemur. Það var þó heldur skaplegra veður á sunnudeginum, heldur sterkur vindur en þó þurrt á mannskap og hunda. Að þessu sinni tóku eftirfarandi próf og stóðust :

A-endurmat :
Elín og Skotta
Ingimundur og Frosti

B-próf :
Auður og Skíma
Björk og Krummi
Halldór og Skuggi
Jóna og Tinni

C-próf :
Ingibjörg og Píla
Smári og Skytta

Ef uppskera sumarsins er því tekin saman lítur þetta svona út :

A-endurmat :
5 teymi

A-próf :
2 teymi

B-próf :
9 teymi

C-próf :
9 teymi

Góð uppskera það.

Sveitin þakkar fígúröntum kærlega fyrir aðstoðina, hjónunum á Bitru kærlega fyrir frábærar móttökur eins og alltaf og veðurguðunum fyrir betra veður á sunnudeginum. Næst á dagskrá fyrir utan hefðbundnar æfingar er Tetra námskeið á fimmtudaginn í næstu viku. Landsæfingin fer svo fram í október og rústanámskeið verður haldið á Gufuskálum í október.