Sumarnámskeið Reykhólum

Síðasta sumarnámskeið ársins var að þessu sinni haldið að Reykhólum í Reykhólasveit 25. – 27. september.

Leiðbeinendur voru: Auður, Ingimundur og Tóti en alls mættu 20 teymi á námskeiðið að þessu sinni. Veðurfar var með undarlegasta móti og mátti ekki miklu muna að hægt væri að taka eitt rennsli í vetrarleit. Sóalrglæta hlýjaði okkur við og við á milli þess sem leitað var í snjóbyl og þrumuveðri.

Við fengum ómetanlega hjálp frá nokkrum ungum heimastúlkum sem lágu úti í þessu skrautlega veðri auk, „atvinnufígúrantanna“ Fjólu og Rúnars.
Kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir hjálpina.

Eftirfarandi teymi tóku próf og stóðust:

A – Endurmat:
Björk og Krummi
Hlynur og Moli

A próf
Smári og Skytta
Valur og Funi

B próf
Nick og Skessa
Emil og Gríma