Miðvikudaginn 20. október var haldin æfing í umhverfisþjálfun, hlýðni og rústaleit. Æft var í bakgarðinum hjá Björgunarsveitini Suðurnes í porti hjá jarðvegsdeild ÍAV.
Aðstæður voru hinar bestu til umhverfisþjálfunar í portinu hjá ÍAV og fjölbreytni góð í hlutum ofl. til þjálfunar. Þetta er eitt af þeim svæðum sem við hér á Suðurnesjum erum búnir að vinna í að fá aðgang að að undanförnu í samvinnu við fyritæki hér á svæðinu.
Að umhverfisþjálfun lokini var sett upp rústarleitaræfing fyrir Dóra og Skugga og vitanlega leystu þeir verkefnið með glæsibrag.
Æfingu lauk með hlýðniæfingum sem gengu misvel þar sem sumir eru þrjóskari enn aðrir.
Á æfingu mættu eftirfarandi hundateymi;
Guðmundur Helgi og Tumi, Halldór og Skuggi, Ingi og Týra