Síðdegis laugardaginn 10. október 2010 barst útkall til björgunarsveita á norðanverðum Vestfjörðum, um týnda konu við svonefnd Þjófaskörð.
Þjófaskörð eru staðsett mitt á milli Skutulsfjarðar og Hnífsdals. Fljótlega gat konan gefið upp staðsetningu skv. númeri á staurastæðu á rafmagnslínu. Í ljós kom að konan var stödd við brún á svonefndu Hestakleifarfjalli, Bolungarvík. Björgunarsveitarmenn frá Örnum í Bolungarvík sóttu konuna þangað.
Hundateymi; Auður og Skíma, Skúli og Patton.