Laugardaginn 25. September var æfing í vatnaleit hjá Suðurlandshópnum.
Mætt voru Ingimundur og Frosti, Elín og Skotta, Hafdís og Breki, Nick og Skessa, Snorri og Kolur og Valur og Funi. Það var rigning og rok þennan dag en hundar og menn létu það ekki á sig fá. Tekin voru 3 rennsli á hundana og var gaman að sjá þá reyna að gelta á þennan skrítna mann út í sjó.
Okkar langar að þakka kafaranum okkar fyrir hjálpina, en hann Kristján var að æfa með leitarhundum og kann því vel á hunda. Okkur langar líka að þakka myndatökumanninum fyrir hjálpina en það er hún Sigrún sem var líka að æfa með leitarhundum. Við þyrftum að ná í þetta fólk til okkar.