Víðavangsleitar- og gönguæfing á Slaga á Reykjanesi.
Haldin var æfing síðastliðinn laugardag og var markmiðið að halda létta og skemmtilega göngu- og leitaræfingu þar sem allir voru velkomnir að mæta, fjölskyldur sem vinir og aðrir sem áhuga höfðu. Tilgangurinn var að sameina alla þætti og æfa sjálfan sig og hunda í samveru við aðra.
Mætt var snemma morguns í fínu veðri og æfingu lauk um hádegi.
Á æfinguna mættu:
Hundateymi: Guðmundur Helgi og Tumi
Brynjar Ásmundsson, Ingvi Kristinn Skjaldarson, Hjördís Kristinsdóttir, Karen Brá Gunnarsdóttir, Bryndís Ósk Pálsdóttir, Kristín Lóa Siggeirsdóttir, Þorgerður Anja Snæbjörnsdóttir, Andri Berg Ágústsson.