Sunnudaginn 28. nóvember var haldin víðavangsleitar- og gönguæfing við Stóra-Skógfell á Reykjanesi.
Tvö teymi mættu kl. 08:30 í 7° C frosti og logni. Ferðini var heitið gangandi á Stóra-Skógfell sem er norð-austur af Bláa Lóninu.
Byrjað var að ganga frá Sýlingarfelli yfir gróft hraun og upp á Stóra-Skógfell þangað var komið við sólarupprás. Settar voru upp tvær leitaræfingar við fellið fyrir bæði teymin. Æfingin var góð að öllu leiti til að þjálfa hunda sem menn, ásamt því að vera komin á fjöll fyrir sólarupprás og njóta morgunsins í góðum félagsskap með hundum og mönnum og ekki skemmdi veðrið þrátt fyrir frostið.
Á æfinguna mættu:
Guðmundur Helgi og Tumi
Halldór og Skuggi