Miðvikudagskvöldið 6. október var víðavangsleitaræfing við Kúatorfur við Djúpavog á Reykjanesi.
Æfing var sett upp fyrir tvö teymi og gekk vel í alla staði, talsvert myrkur var komið í lok æfingar og reyndi það á þjálfun hjá Guðmundi Helga og Tuma enda er þetta næst síðasta kvöldæfingin fyrir yngri hunda, þar sem betra er að sjá hvað hundur svo stutt komin í þjálfun er að gera. Næturæfingin hjá Dóra og Skugga gekk vel.
Á miðvikudagskvöldum fram í desember verða eitthvað af kvöldleitaræfingum fyrir A og B hunda, einnig verður tekið á hlýðni og umhverfisþjálfun fyrir alla hunda og vonumst til að sjá fleirri á æfingum hér á Suðurnesjum.
Ný dagská fram í desember kemur innan skamms á síðuna.
Á æfinguna mættu Halldór og Skuggi, Guðmundur Helgi og Tumi ásamt Aldísi sem er í nýliðahópi Björgunarsveitar Suðurnesja sem var fígúrant fyrir hundana.