Um BHSÍ
Sveitin er 40 ára gömul
Björgunarhundasveit Íslands var stofnuð þann 8. desember árið 1980 að tilhlutan Landssambands hjálparsveita skáta (nú Landsbjörg). Aðal tilgangur sveitarinnar hefur frá upphafi verið að þjálfa hunda til leitarstarfa. Árið 1984 var haldið fyrsta skipulagða námskeiðið í leit í snjóflóðum með leiðbeinendum frá Norske Redningshunder (NRH). Á því námskeiði voru útskrifaðir hundar til leitar í snjóflóðum. Sömu hundar höfðu farið til Patreksfjarðar 1983 þegar snjóflóð féll á bæinn. Frá árinu 1984 hafa verið haldin námskeið í snjóflóðaleit á hverju ári með norskum leiðbeinendum. Fyrsta námskeiðið var þrjár helgar í röð en síðan 1985 hafa þessi námskeið staðið yfir í fimm til sjö daga samfellt. Árið 1992 urðu þáttaskil í starfi Björgunarhundasveitarinnar þegar hún hóf markvissa þjálfun hunda til leitar á auðri jörð.

Öflug fræðsla og námskeiðahald
Frá árinu 1992 höfum við árlega haldið námskeið með leiðbeinendum frá Noregi og Bretlandi. Þátttakendur á þessum námskeiðum hafa frá upphafi verið úr öllum samtökum björgunarmanna. Í dag eigum við leiðbeinendur bæði í snjóflóðaleit og víðavangsleit og um 20 hunda til leitar í snjóflóðum og á auðri jörð. Fjöldi hunda og eigenda æfir að staðaldri með Björgunarhundasveitinni, yfirleitt vikulega. Þær reglur um mat á hundum og mönnum sem við notum eru að mestu fengnar frá Noregi og Bretlandi en hafa í tímans rás verið staðfærðar að aðstæðum hér á landi. Sveitin heldur námskeið reglulega til úttektar á hundum, eitt 5 daga á veturna og þrjú til fjögur helgarnámskeið á sumrin. Björgunarhundasveit Íslands hefur eftir fremsta megni reynt að tileinka sér þær nýjungar í þjálfun sem fram koma erlendis.

Samvinna við erlendar björgunarsveitir
