Aðalfundur Björgunarhundasveitar Íslands var haldinn að Bifröst laugardaginn 27. febrúar. Fundargestir voru um 20 talsins en einnig var boðið upp á fjarfund á Teams fyrir þá sem ekki áttu heimangengt og mæltist það vel fyrir.
Átta nýir félagar skrifuðu undir eiðstaf sveitarinnar. Þeir hafa starfað með sveitinni í að minnsta kosti eitt ár og teljast nú fullgildir félagar Björgunarhundasveitarinnar.
Úr stjórn gekk Ásgeir Eggertsson, gjaldkeri og við honum tekur Viðar Einarsson. Við kunnum Ásgeiri miklar þakkir fyrir gott starf síðustu ár og bjóðum Viðar velkominn inn í stjórn.
Í stjórn BHSÍ sitja að loknum aðalfundi:
Björk Arnardóttir, formaður
Rósmundur Örn Sævarsson, varaformaður
Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, ritari
Viðar Einarsson, gjaldkeri
Helgi Kjartansson, meðstjórnandi
Kristinn Guðjónsson , varamaður
Rolando Diaz, varamaður