Vetrarnámskeið 2013
Vetrarnámskeið Björgunarhundasveitarinnar var haldið áHólmavík dagana 15.-21. Mars síðastliðinn. Alls tóku 19 teymi þátt í
námskeiðinu. Veður var mjög gott allt námskeiðið fyrir utan einn dag þar sem
skafrenningur og hressilegur vindur lét sjá sig en teymin létu það ekki á sig
fá og æfðu stíft þann dag sem og alla hina dagana. Svæðin okkar voru í Selárdal
rétt lengra en Hólmavík og nægur snjór var á svæðunum. Björgunarsveitin
Dagrenning kom einnig og aðstoðaði okkur við að ?spora? út svæðið en þeir komu
á Snjóbílnum sínum, Mumma og keyrðu yfir æfingasvæðin okkar til að gera allt
raunverulegra.

Útkallsæfing var einnig haldin eitt kvöldið þar sem líkt var eftir snjóflóði. Félagar skiptu þá um "hlutverk" og æfðu handtökin í stangarleit, ýlaleit og rifjuðu upp fyrstu hjálp og vettvangsstjórn. Aðrir æfðu væntanlega útkallshunda og sumir héldu áfram að styrkja upphandleggsvöðva og voru m0kstursmenn. Æfingin tókst vel og allir úr hinu meinta snjóflóði fundust. Það var ekki amalegt að æfa á fallegum stað undir dansi norðurljósanna. Ásgeir félagi okkar tók þessa mynd um kvöldið.

Aukaaðalfundur sveitarinnar var
svo haldinn í húsnæði björgunarsveitarinnar á Hólmavík og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir aðstoðina
á svæðinum og svo fyrir lánið á húsnæði þeirra. Virkilega gaman að hitta aðrar
einingar og gaman þegar aðrar sveitir eru svona hjálpfúsar þegar við erum við
æfingar. Aftur takk kærlega fyrir okkur og við sjáumst vonandi aftur sem fyrst.
Við viljum einnig þakka Hugrúnu á
Hæl fyrir að vera kokkurinn okkar þessa viku. Alltaf gott að koma heim eftir
kaldan dag og fá gott að borða.
Ánægjulegt er líka að segja frá
því að nú eru nokkrir nýliðar byrjaðir í sveitinni og eru þeir allir með mjög
efnilega og góða hunda. Alltaf gaman að fá nýtt og efnilegt fólk með virkilega
efnilega unghunda. Það verður gaman að fylgja þeim eftir í framtíðinni.

Nokkur teymi þreyttu próf þessa
vikuna og voru niðurstöðurnar þessar:
C- próf :
Björk og Bjartur
Sandra og Atlas
Ingimundur og Hnota
Andri og Lína
Kári og Perla ? fær þó formlega
ekki afhent skírteini þar sem að tíkin er einungis 8 mánaða
Elín og Katla
B-próf
Guðrún Katrín og Líf
Björn og Garri
A-endurmat:
Krissi og Tása
Auður og Skíma
Skúli og Patton
Þröstur og Lassi
Takk fyrir vikuna félagar og nú
er næst á dagskrá að hita upp fyrir sumarleitina ! sjáumst :)