Vestfirskir björgunarhundar

Vestfirskir björgunarhundar
þriðjudagur, júlí 04, 2006

Velkominn á heimasíðu Vestfirskra björgunarhunda.

Okkur datt í hug að það væri nú sniðugt fyrir okkur vestfirsku BHSÍ-félagana að vera með heimasíðu þar sem við getum komið á framfæri því sem við erum að gera.

Hér ætlum við að vera með nýjustu fréttir af hundunum okkar og gengi þeirra. Hér mun verða upplýst um allar æfingar og gengi teymanna á…

Útkall 3. júlí. Leit í Fossvogi.

Beðið var um hunda til leitar að aldraðri konu sem saknað var í Fossvogi. 2 teymi frá BHSÍ
voru send á staðinn: Ragga/Jökull og Hermann/Monsa.
Teymi voru að hefja leit um klukkan 21.00 þegar leit var afturkölluð. Konan fundin heil á húfi….

Útkall 7. ágúst. Leit að manni í Skaftafelli.

Leitað var að manni sem hafði síðast sést um klukkan hálftvö aðfararnótt mánudagsins.
3 teymi fóru á staðinn frá BHSÍ. Hófu þau leit seinnipart mánudags og leituðu með hléum fram á morgun á þriðjudegi er maðurinn fannst hrakinn og þrekaður um áttaleytið.
Hann fannst um 5 km fyrir sunnan þjóðveg eitt milli Skaftafellsár og Skeiðarár eftir að spor hans höfðu fundist í sandinum. …