Æfing á Ísafirði 16. ágúst

Nú í kvöld var haldin æfing upp við Miðfellsháls. Fjögur teymi mættu, Auður og Skíma, Jóna og Tinni, Hörður og Skvísa, auk Skúla og Pattons. Auður Björns gat ekki mætt, þar sem hún var á ferðalagi á Hornströndum.

Nú var ákveðið að breyta um aðstæður, þannig að hundarnir þurftu að vinna erfiðaðra svæði. Það sem gerði æfinguna erfiðaðri en til var ætlast í upphafi, var hið margumtalaða logn, sem var algert. Allir hundarnir leystu verkefnin mjög vel. Tinni leitaði að tveimur týndum og fann þá með stæl. Litlu dýrin leituðu að einum og var leitargleðin ódrepandi.

Fyrirhugað er að halda næstu æfingu þriðjudagskvöldið í næstu viku, 29. ágúst.

Bestu kveðjur,
Skúli