Fyrsta sumarnámskeið BHSÍ var haldið um síðustu helgi. Mæting var góð og lék veðrið við menn og hunda að mestu leyti allan tímann. Æft var frá föstudegi og fram á sunnudag. Á laugardagskvöldið var svo haldinn sveitafundur og grillað. Nokkur teymi tóku próf og endurmat og eru niðurstöður eftirfarandi
Hafdís og Breki A-próf
Snorri og Kolur A-endurmat
Eyþór og Bylur A-endurmat
Snædís og Úlfur C-próf
Til hamingju með árangurinn 🙂