Kynningarmyndband

Nýtt kynningarmyndband BHSÍ hefur nú litið dagsins ljós. Myndbandið segir stutta sögu um það hvernig leit að týndum einstaklingi á víðavangi gæti litið út. Það er farið hratt yfir sögu enda er lengd þess aðeins rúmlega ein og hálf mínúta.

Við notum myndbandið á á forsíðu vefsins okkar https://bhsi.is en einnig má sjá lengri útgáfu af myndbandinu á YouTube rás okkar. Nýi vefurinn okkar býður upp á mun meiri möguleika til þess að birta myndbönd en sá gamli og þótti því tilvalið að nýta tækifærið til þess að kynna sveitina með þessum hætti.

Myndbandið verður einnig nýtt til alhliða kynningar á sveitinni með ýmsum hætti. Það var fyrirtækið Hrafnart sem sá um tökur og klippingu.