Skutla slasar sig

Sumarfrí sumarfrí sumarfrí frí, frí … já Skutla fékk að fara í sumarfrí en ég skal segja ykkur að hún var ekki búin að vera korter úti í móa á fyrsta áfangastað Fjarðarhorni í Kollafirði þegar ég mátti rjúka af stað með hana töluvert rifna og tætta til næsta dýralæknis. Það vildi okkur til að við hittum Margréti Kristínu dýralækni í Borgarnesi og sat hún í næstum þrjá tíma og bróderaði Skutlu saman. Margrét saumaði rúmlega 60 spor í Skutlu undir hægri framfótinn. Skutla var mjög aum og lítil meðan á öllu þessu stóð. Eftir svæfinguna var hún bara alveg eins og smábarn. Dagurinn eftir byrjaði því á að gefa Skutlu verkjalyf því ég hélt hún yrði bara svipuð og daginn áður … en nei … Skutla var bara orðin sama Skutla og áður og nú þarf eiginlega bara að passa að hún sé ekki stökkvandi upp á allt og út um allt og út í næsta vatn.

Allt þetta kom fyrir Skutlu vegna þess að hún sökk yfir gaddavírsgirðingu og flæktist þar í … rifnaði eins og hún hefði bara verið fláð … og rúmlega 60 spor í lítinn hund eru staðreynd … sumir spyrja mig nú reyndar hvort tíkin sé hreinlega nógu löng fyrir öll þessi saumspor:) En hún er hress og kát og gengur nú bara um í lopapeysu svo hún komist ekki í sárið …!!

Kveðja úr sumarfríinu

Bríet og kó