Snjórinn hefur látið sjá sig óvenjulega seint á suðvesturhorni landsins og hefur því ekki verið nægileg snjósöfnun á okkar venjulegu æfingasvæðum til þess að hefja æfingar.
Nú er hefur loksins nægur snjór sest í gil og lægðir í Bláfjöllum og er því ekkert því til fyrirstöðu að byrja æfingar í snjóflóðaleit. Æfingarnar eru á sunnudögum kl. 10 og er staðsetningin um 500 m. áður en komið er að Bláfjallaskálanum.