Tveir hundar frá Björgunarhundasveit Íslands tóku þátt í leit að manni sem lenti í snjóflóði í Esjunni rétt fyrir klukkan fimm í gær.
Þrir göngumenn voru á leiðinni niður fjallið í Grafardal í um 500 m hæð þegar snjóflóðið hrifsaði þá með sér. Tveir komust af sjálfsdáðum úr flóðinu en talið var að sá þriðji hefði grafist í flóðinu.
Eftir skamma leit fannst maðurinn látinn. Við vottum aðstandendum og vinum hans samúð okkar.