Við fórum í gærkvöldi upp á Seljalandsdal og héldum þar æfingu frá kl. 20 til 22. Þeir sem mættu voru Auður og Skíma, Skúli og Patton, Hörður og Skvísa og Jóna og tinni. Eðalfígúrantinn Sigrún hennar Auðar kom til að fígúrantast! Aðstæður voru ágætar fyrir utan svoldið vindleysi en við létum það nú ekki trufla okkur.
Skíma stóð sig vel. Fyrir hana fór einn falskur og einn fígúrant út í móa og þegar hún finnur þá geltir hún og þetta var rosa flott hjá henni.
Patton stóð sig auðvitað vel líka og var gert það sama fyrir hann. En það þarf að segja honum að gelta þegar hann hefur fundið.
Skvísa var flott líka og það var gert það sama fyrir hana líka. En því miður að þá gengur það treglega að fá hana til að gelta eftir skipun en þetta kemur allt saman með smá þolinmæði.
Tinni er kominn lengra en hvolparnir. Fígúrantinn felur sig á góðum stað. Tinni leitar og þegar hann finnur þá tekur hann bringselið upp í sig og hleypur til Jónu og hún tekur bringselið af honum og Tinni hleypur síðan ásamt Jónu strax aftur til fígúrantsins. Þetta gekk bara vel í gærkvöldi.
Það gengur eitthvað treglega að setja myndir inn á bloggið en það kemst vonandi fljótlega í lag.
Við hér á Ísafirði reynum að hittast tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum um átta leytið. Það er misjafnt hvar við æfum, við reynum að vera ekki alltaf á sama stað en höfum verið mikið á Seljalandsdal og uppi á Breiðadalsheiði.
Við munum reyna að skrifa reglulega fréttir um hvernig okkur gengur og þegar eitthvað skemmtilegt gerist á æfingunum hjá okkur.
Bestu kveðjur
fyrir hönd BHSÍ Ísafirði
Jóna Dagbjört